föstudagur, 11. maí 2007

uppgjör/misgjörð

Ég áttaði mig á villu míns vegar þegar ég leit inn til Gulla frænda míns og sá þar nafnið mitt enn. Ég var búin að tína og glata kunnáttunni til að fara inn á bloggið mitt og gat því ómögulega látið heiminn vita af gjörðum mínum hvað þá misgjörðum mínum sem eru altént spennandara umfjöllunarefni.
misgjörð mín þennan morguninn var að gleyma, það fórst fyrir, að búa til sjúkrapróf fyrir einn nemandastaulann sem í bjartsýni sinni og vorsinsvon hélt að hann gæti kannski staðist hinar þungu prófraunir spænskukennarans. en ég gleymdi sumsé að útbúa slíkt próf og varð skrópagemlingurinn að bíða og svitna í eftirsjá og kvíða í tuttugu langar mínútur þar til ég hafði grafið upp gamast prof sem hann nú borgar sig yfir og í laumi grætur yfir því að hafa ákveðið að eyða þessum sólbjarta morgni í að fara í próf.
Ég er annars á leiðinni til Spánar eftir 9 daga og ligga ligga lá.

5 ummæli:

gulli sagði...

glæsilegt! alveg eins blogg á svipaðri slóð. um mig hríslast nostalgískur unaðshrollur

Unknown sagði...

halló sæta. komin aftur bara!

Skvísin sagði...

Mikði er þetta ánægjulegt. Vona að það verði meira. Ég er reyndar sjálf í pásu.

gulli sagði...

bloggaðu nú, áður en þú gleymir aðgangsorðinu aftur!

Unknown sagði...

segi það!