föstudagur, 29. júní 2007

Sjálfsíkveikja

Brúðkaup að baki. Hvet vinkonurnar til að halda þessu áfram enda eru svona veislur hin besta skemmtun.
Ég er anars að safna leikjum sem hægt er að nota í tungumálakennslu, helst leikjum þar sem maður á að hoppa og hlaupa, kalla og góla. og þar sem markmiðið er að sigra og í sigrinum felist upphefð og sigurvíma.
Ef að þú veist um sniðugan leik máttu endilega segja mér frá, eða koma í garðinn minn og leika hann með mér. Er farinn í garð með kaff og bók enda skín sól og ég vil brenna húð mína.
þetta er ég að hlusta á þessa dagana: http://www.elsuenodemorfeo.com/

miðvikudagur, 20. júní 2007

drungi hversdagsins!

Afmælið yfirstaðið og þá var farið í skrúðgöngu og hoppað í hoppuköstulum Hljómskálagarðsins. í gær hjólaði ég 20 km og tíndi svo kílómetramælinum. og þá verður mér hugsað til hjólandi stunda á Spáni þær litu svona út.

Hér erum við á Puente de Reina að brosa.
góðar stundir og besti félagskapurinn.

fimmtudagur, 14. júní 2007

Dugnaður

Í Hagkaupum á Eiðistorgi eru til sjö tegundir af hunangi. í hillunni við hliðina á hunanginu eru sjö tegundir af sírópi. við búum á frjálsum markaði þar sem lögmál framboðs og eftirspurnar ráða ríkjum.
Ég hef sýnt dugnað í dag og gerði mér ferð í Hagkaup til að kaupa mér rándýrt kaffi, með merkinu starbucks, og síðan keypti ég líka minnstu kantalópumelónu sem ég hef séð. Hef náð að forðast að lýta á ritgerðina í allan morgun.
Í dag á Tinna frænsa afmæli - húrra fyrir henni!

mánudagur, 11. júní 2007

að ferðinni lokinni

Ég er komin heim með óstöðvandi þörf til að pedala með fótum. börnin skiptust á að hlægja og gráta þegar þau sáu okkkur á flugvellinum og hafa haldið því áfram í þá daga sem við höfum verið heima. Nú þarf ég að gera eitt stikki ritgerð en mig langar bara að hjóla og fá mér kaffi með sykri og mjólk. mér var annrs boðin þessi fína vinna þegar ég vara á leið upp fjallgarða Galisíu, með vindinn í fangið og rok í hári, þá vara hringt og mér boðið að kenna í MH ég sagði já og hélt áfram að padala.
ég heyri café con leche kalla á mig í huganum. ég er að koma.